top of page

SAFNAHÚS X LISTASAFN

SAMTALSVETTVANGUR

HIÐ ÓSKILJANLEGA
HIÐ ÓTAKMARKAÐA

HÆGRA HEILAHVEL
YIN
AÐ VERA
AÐ NEMA
AÐ SKYNJA
HIÐ ÓMÆLDA






 
teikning_safnahus.png
HIÐ TAKMARKAÐA
HIÐ SKILJANLEGA
VINSTRA HEILAHVEL
YANG
AÐ SKILJA
AÐ GERA
AÐ ÞEKKJA
HIÐ MÆLDA









 

Á Íslandi eru því miður alltof fá hús sem hægt er að njóta, ekki bara nota. Langflest hús hafa eitthvert notagildi, það er hægt að nota þau, en varla nokkur leið að njóta þeirra. Skynja þau. En svo eru til hús sem eru meira en hús, þau eru uppeldisstofnanir. Þau kenna með tilveru sinni og persónuleika, þau eru. Sá sem umgengst þau, gengur um rými þeirra, lærir eitthvað.

Sigurður Pálsson, Meira en hús, Safnahúsið 1909-2009

VERKEFNIÐ

IMG_8938.jpg

að skapa samtalsvettvang um fjársjóð þjóðar

Með því að draga fram þá visku og þekkingu sem býr í listinni og aðferðum hennar afhjúpast mikilvægi þeirrar þekkingar fyrir samfélagsbygginguna og hvar verðmætin búa.

að búa safneign listasafns íslands sýningarrými

- til bráðabirgða á meðan fjársjóðnum eru byggð viðeigandi salarkynni.

að blása lífi í safnahúsið við hverfisgötu

- sem verustað

Listin og aðferðir hennar eiga vel við í miðri vakningu hverfulleikans og því afar viðeigandi að myndlistinni sé nú búinn staður í hjarta borgarinnar sem miðpunktur mannlegs samfélags og leiðarvísir mennskunnar.

Hvaða menningu viljum við skapa? Hvaða lífi viljum við lifa? Hvað gerir samfélag að samfélagi? Listin ferðast handan orða og býður margbreytileikanum aukið rými.

 

Með því að beina athygli að hinu ótakmarkaða má skapa rými til þeirrar hreyfingar sem öll sköpun er. Hvaða sögur viljum við segja og lifa?

HÚSIÐ

1559496_233542083512882_1012432176376394701_o_edited.jpg

þýðing hússins

virði / verðmæti

heima

menning

samfélag

saga

upphaf 20. öld / 21. öld

Safnahúsið er glæsilegt tákn um menningu sem grunnstöðu samfélags. Menningin hefur dafnað í húsinu allt frá því að fyrsti ráðherra heimastjórnar landsins, Hannes Hafstein, lagði hornstein að húsinu sem skyldi hýsa lifandi menningar- og menntastarf.

Eftir farsæla veru allra helstu safna landsins í húsinu og iðkunar þeirra mennta sem þau bjóða hefur Listasafn Íslands nú tekið við húsinu sem einu af safnhúsum sínum.

Það er ánægjulegt og tímanna tákn að gersemar myndlistarinnar fái nú pláss í húsinu og óskandi að þær óravíddir sem listin býður verði kraftmikill innblástur inní áskoranir samtímans.

LISTIN

IMG_9053_edited.jpg

grunnsýning

fjársjóður

töfrar

perlur íslenskrar myndlistar

safneign listasafn íslands samtalsvettvangur

Hvert er hlutverk myndlistarinnar í samfélaginu og hvaða sjónarhorn býður myndlistin á málefni líðandi stundar? Hvernig má búa hinu ómælda pláss í nútímasamfélagi hins mælda? Hvernig má skapa því sem ekki verður skilgreint rými?

Gersemar úr safneign Listasafns Íslands mynda ramma
um fyrirhugað verkefni í Safnahúsinu og í sama anda og hvatamenn byggingarinnar ætluðu húsinu, verður þar stundað lifandi myndlistar-, menningar- og menntastarf.

Í Safnahúsinu verður rýnt í listina, aðferðir hennar og gildi og farvegur hennar skoðaður í daglegu lífi, sem mikilvægt verkfæri í mótun samfélagsins alls og þeirra kerfa sem við sköpum.

Verkefnið dregur fram verkfæri og aðferðir listarinnar sem leið til að afhjúpa viskuna sem grunnþátt í mótun sjálfbærs samfélags – í verki og iðkun – með rannsóknum sem miðla sjónarhorni hins ótakmarkaða beint inn í samfélagsbygginguna.

samtalsvettvangur

mennt er mattur.png

safneign listasafn íslands
listasaga
myndlæsi
tímatengdir miðlar
nærandi | tilraunaeldhús og garður

Komið verður á fót rannsóknarverkefni í húsinu þar sem rýnt verður í listina frá fjölbreyttum sjónarhornum og viðeigandi aðilum boðið í samtal.

Töfrum íslenskrar myndlistar úr safneign Listasafns Íslands verður miðlað í sýningarherbergjum hússins. Regluleg hreyfing verður á rýmunum og verk úr safneign varpa ljósi á samfélagsumræðu líðandi stundar.

Vinnustofur um listasögu, myndlæsi, tímatengda miðla og næringu eignast heimili í húsinu. Starfi
úr vinnustofunum verður miðlað í samtali við verk
úr safneign og sýningarrými hússins auk þess sem mótaður verður samtalsvettvangur þvert á faggreinar samfélagsins þar sem starfið er iðkað í breiðu samtali.

Verkefnið stuðlar að samtali og myndar tengsl milli stofnana og aðila sem starfa að skyldum málefnum út frá ólíkum sjónarhornum.

orkan

IMG_8644_edited_edited.jpg

tíðni
hæg iðkun
innra starf - ytra starf

hvað þarf til

Ástríða fyrir menningu sem byggir á þekkingu beggja heilahvela

innra samtal / starfsfólk verkefnisins

Sérfræðingar LÍ í safneign
Vinnustofustjórnendur
Samstarfsaðilar úr ýmsum greinum og sviðum samfélagsins - valdir af vinnustofustjórnendum og sérfræðingum LÍ
Allt starfsfólk LÍ

ytra samtal

Fagleg og viðamikil kynning á verkefninu
Reglulegar sýningar úr safneign í samtali við samfélagsumræðuna hverju sinni og starfið í vinnustofunum.
Regluleg atburðadagskrá og symposium

kostnaður á ári

5 stöðugildi ásamt framleiðslukostnaði fyrir vinnustofur og symposium. Alls: 100 milljónir

Rekstrarkostnaður hússins og kynningarmál eru undanskilin.

verkáætlun

September 2021:
Ráðning vinnustofustjórnenda

Innra samtal hefst

Október 2021:

Kynning verkefnisins

Ytra samtal hefst

Verkefnið er unnið í lifandi innra og ytra samtali og mótun yfir 2 ára tímabil

Verkefnið er tillaga að starfsemi Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Tillagan er unnin í samtali við Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur, Ragnheiði Pálsdóttur og starfsfólk Listasafns Íslands

Kristín Gunnarsdóttir 2021

bottom of page