top of page

galtarviti lighthouse

2001 - 2016

Áhugamannafélagið Göltur hefur staðið fyrir uppbyggingu á Galtarvita og allt frá árinu 2001 hef ég hef komið að verkefninu sem alhliða ráðgjafi fyrstu árin.

 

Á árunum 2012 - 2014 stóð Slíjm fyrir vinnustofudvöl fyrir listamenn í sam-starfi við Áhugamanna-félagið og jókst þá aðkoma mín að verkefninu.

 

Í kjölfar þess setti ég saman viðskiptaáætlun sem miðaði að því að endur-byggja allan húsakost og koma á fót gæðaferðamanna-stað á Galtarvita sem rekstrargrundvöll fyrir aðra starfsemi. 

Á Galtarvita í Keflavík hefur verið starfrækt menningarsetur um árabil. Aðalmarkmiðið með uppbyggingu staðarins felst í því að þjóna og miðla þeim verðmætum sem Ísland býr að í formi kyrrðar og náttúruauðæfa. Verkefnið miðar að því að bjóða gestum í leit að náð, umhverfi náttúruaflanna til að starfa og vera.

 

Það er trú aðstandenda Galtarvita að verðmæti nútímans búi í kyrrðinni.  Staðurinn býður upp á þá sérstöðu að vera laus við áreiti nútímasamfélags. Hvorki er net- né símasamband á staðnum auk þess sem engar akstursleiðir liggja til Galtarvita. Virðing fyrir náttúrunni og nauðsynleg auðmýkt okkar gagnvart náttúruöflunum eru afhjúpuð á stað eins og Galtarvita þar sem manneskjan þarf að laga sig að veðrum, vindum og sjávarföllum en hlýtur náttúrukraftana að launum.

 

Uppbygging á Galtarvita hefur staðið yfir frá árinu 2001 og setti Áhugamannafélagið Göltur á fót verkefni þar sem lista- og fræðimönnum var boðið að dvelja á Galtarvita endurgjaldslaust. Nú hafa um 100 lista- og fræðimenn, þeirra á meðal hópur okkar helstu og virkustu listamanna á sviði tónlistar, myndlistar, sviðslista og kvikmyndagerðar, dvalið á Galtarvita og unnið að fjölbreyttum verkefnum sínum. Mörg þessara verkefna hafa fært staðnum orðstír langt út fyrir landsteinana. 

bottom of page