top of page

Musteri ásetningsins

2016

Landakotshæð

Verkið er myndræn framsetning af rannsóknum mínum og skrifum um traust, frelsi og ábyrgð í frumspeki G.W.Leibniz.

 

Verkið var unnið í samstarfi við Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt, Kristján Leósson ljóseðlisfræðing og Kristinn Má Ingvarsson listamann og smið. 

 

IMG_1533.JPG

Verið velkomin í musteri ásetningsins.

Musterið er alltaf opið og öllum aðgengilegt en í tilefni af nýju tunglári verður það upplýst og sýnilegt á Landakotshæð, frá sólsetri fimmtudaginn 7. apríl til sólarupprásar föstudaginn 8. apríl. Ef lagt er við hlustir má heyra samhljóminn.

Lýsingin er tilraun til að draga fram eins konar landakort - eðli ásetningsins og það musteri sem við búum í. Á Landakoti má draga upp landakortið - á milli bygginga trúar og vísinda. Önnur byggingin birtir formgervingu þekkingar okkar og vísar í hina bygginguna sem er tákn fyrir máttinn handan okkar þekkingar og auðmýktina sem því fylgir. Byggingarnar eru báðar af sama meiði og hvor um sig herbergi í musterinu. 

Musterið var teiknað með ljósgeislum sem var varpað frá turni Landakotskirkju og turni Landakotsspítala upp til himins og niður í jörð. 

 

Kveðjur úr LHNT, Kristín, Kristinn, Kristján og Hildigunnur

Sérstakar þakkir eru færðar Landakotskirkju,

Landakotsspítala, Leibniz og Viljandi.

bottom of page