top of page

jarðsöngur

2017

lækjargata 12, Reykjavik

Verkið er tilraun til að varpa ljósi á ósjálfbær kerfi - af mildi.

Verkið, sem er hluti af stærra verkefni úr smiðju Önnu Maríu Bogadóttur arkitekts og unnið í samstarfi við hana og Berglindi Maríu Tómasdóttur tónskáld birtir mörg sjónarhorn á kapítalískan strúktúr.

Ljósmynd: Anna María Bogadóttir

Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, reis á árunum 1959-1963. Mitt í þyrpingu húsa í miðborg Reykjavíkur tók stórhýsið sér áberandi stöðu í byrjun sjöunda áratugarins. Byggingin við Lækjargötu 12 sameinaðist aftur jörðinni aðeins um hálfri öld eftir að hún var byggð í lok árs 2017. 

Byggingin stóð auð, líkt og á líkklæðum og beið örlaga sinna og kveðjustundar um langa hríð. Til að varpa ljósi á þessi endalok byggingarinnar og um leið að varpa ljósi á bygginguna, borgina og okkur sjálf sem hluta af henni var byggingin jarðsungin hinn 19. október 2017 – upplýstur jarðsöngur fyrir staka byggingu í sögu borgarinnar og sögu drauma um framtíð. 

Anna María Bogadóttir arkitekt, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlistarmaður héldu utan um athöfnina.

Bestu þakkir eru færðar Íslandshóteli, Verkís og Reginn f.h. Almenna byggingafélagsins fyrir þátttöku í kveðjuathöfninni.

bottom of page