
alliance x jamhouse
Í verkefninu Alliance x Jamhouse er virði rannsakað í lifandi rannsókn með nokkrum ungmennum sem hafa stundað eigin listsköpun um árabil. Athygli er beint að hinu sjálfsprottna og því verðmæti sem þar býr.
Ungmennin fengu verulaun/borgaralaun fyrir sköpun sína og veru án allra skilyrða fyrir skilgreindri afurð - annarri en áframhaldandi virkjun eigin sköpunarkrafts með frjálsri aðferð. Verkefnisstjóri setti sig í stöðu vitnis og skrásetti veru og verkefni ungmennanna yfir sumarmánuðina árið 2020.




























verðmæti og verulaun
Atvinnusköpun
Gnægð
Skortur
Atvinnuleysi
Sköpunarkraftur Grunnframfærsla
Lífsviðurværi
Verðmæti
Virði veru
Niðurstaða rannóknarinnar er skýr. Ég tel ljóst að hin sjálfsprottna orka ungmennanna og sköpunarkraftur séu verðmæti. Fjölmörg verk þeirra og virkni á tímabilinu tala sínu máli.
Tilraunin er lögð fram sem innlegg í hugmyndina um borgaralaun sem mögulega leið til atvinnu- og verðmætasköpunar. Verulaun/borgaralaun búa til rými þar sem einstaklingurinn er í forgrunni sem grunnur verðmætasköpunar og nýrra leiða.
„Í lok nóvember 2020 voru 26.354 einstaklingar án atvinnu að öllu leyti eða hluta og samanlagt atvinnuleysi mældist 12 prósent. Langtímatvinnulausum hefur fjölgað um 150 prósent. Í greiningu sérfræðingahóps ASÍ, BHM og BSRB um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar, kemur fram að fyrirliggjandi kreppa mun koma verst niður á erlendum ríkisborgurum (40 prósent atvinnulausra), ungu fólki (atvinnulausum á aldrinum 18-24 ára hefur fjölgað um 123 prósent á einu ári) og konum í láglaunastörfum.”
Í ljósi þess atvinnuleysis sem nú herjar á er mikilvægt að nálgast þann skort með nýjum hætti og líta til þess sem ekki skortir; fólk og fyrirframgefinn auð þess sem aflvaka nýrra leiða í ný- og atvinnusköpun, þar sem fólk fær tækifæri og rými til að iðka hugðarefni sín skilyrðislaust.
Verkefnið er frumgerð og tilraun til hreyfingar sem aflvaki að stuðningi við fleiri hópa ungmenna sem eru virk víðsvegar um borgina í sjálfsprottnum verkefnum auk uppspretta nýrra verkefna. Það er brýnt verkefni að mæta þeim stækkandi hópi ungs fólks sem núverandi samfélagsbygging virðist ekki hafa náð að styðja við hvort sem er í t.d. lestrargetu eða almennri vellíðan.
Fyrir þá sem ekki eru meðvitaðir um eigin sköpunarkraft tel ég mikilvægt að smíða vettvang þar sem fólk hefur tækifæri til að kynnast eigin sköpun skilyrðislaust, hvort sem er í tæknigreinum, vísinda-, verk- eða listgreinum svo að samfélagið allt megi njóta til framtíðar. Þar býr ein leið til þess að mæta þeim geðheilbrigðis-, lestrar- og veruerfiðleikum sem nýlegar rannsóknir samfélagsins sýna.
Óskandi er að verkefnið auðgi umræðu um atvinnusköpun til framtíðar og umræðu um virði og verðmæti.
verkefnið
Verulaun
Grunnframfærsla til lífsviðurværis Sköpunarkraftur
Listsköpun
Skilyrðisleysi
Meistari
Lærlingur
Kynslóðir
Orka
Í upphafi sumars 2020 veitti Reykjavíkurborg styrki til verkefna sem ætlað var að örva sköpunargleði, listræn verkefni, samræður og menningarlegt framboð í borginni til lengri og skemmri tíma.
Í verkefninu Alliance x Jamhouse var virði rannsakað í lifandi rannsókn með nokkrum ungmennum sem hafa stundað eigin listsköpun um árabil. Athygli var beint að hinu sjálfsprottna og því verðmæti sem þar býr.
Í verkefninu var leitast við að varpa ljósi á og draga upp sjónarhorn á verðmæti og atvinnusköpun samtímans: Hvernig lítur samfélag út sem tryggir virkjun sköpunarkrafts einstaklingsins? Hvernig lítur samfélagskerfi út sem tryggir öllum einstaklingum samfélags möguleikanum á að tengjast verunni sjálfri sér og þeim auð sem þar býr? Hvar búa verðmætin? Ef mannfólk er fyrst og fremst sköpunarkraftur má þá heiðra þann kraft sem verðmæti hverrar veru?
Sótt var um verulaun/borgaralaun til sjö ungmenna fyrir sköpun þeirra og veru án allra skilyrða fyrir skilgreindri afurð.
Verkefnisstjóri setti sig í stöðu vitnis og skrásetti veru ungmennanna og verkefni yfir sumarmánuðina. Í þessari greinargerð getur að líta brot af þeirri skrásetningu. Myndrænni framsetningu skrásetningarinnar er vert að skoða og má nálgast á slóðinni alliancexjamhouse.
Í ljósi þeirrar gríðarlegu grósku sem vera þeirra og verk bera vitni er niðurstaða rannóknarinnar skýr. Ég tel ljóst að sjálfsprottin orka og þar með sköpunarkraftur einstaklinga sé auður sem mikilvægt er að meta sem uppsprettu verðmæta.
Verkefnið er frumgerð og tillaga að tilraunum til fleiri slíkra verkefna; þar sem fólk fær tækifæri og rými til að iðka sín hugðarefni skilyrðislaust. Í ljósi þess atvinnuleysis sem nú herjar á er mikilvægt að nálgast þann skort með nýjum hætti og líta til þess sem ekki skortir; fólk og fyrirframgefinn auð þess sem gæti orðið aflvaki nýrra leiða í atvinnu- og verðmætasköpun. Það mætti verða ein leið til þess að mæta t.d. þeim geðheilbrigðis-, lestrar- og veruerfiðleikum sem nýlegar rannsóknir samfélagsins bera vitni.
verkin tala
post-dreifing
andrými
klúbbur listahátíðar í reykjavík iðnó
spagettí
flæði
spotify
klambratún
hitt húsið
innipúkinn
rás 2
rúv
„Sköpunargleði, listræn verkefni, samræður og menningarlegt framboð" voru í fyrirrúmi í veru ungmennanna í sumar:
Ein úr hópi ungmennanna stóð vaktina sem ein af primus motorum í listhópnum post-dreifing. „Post-dreifing tók við keflinu í yfirtökuseríu Listahátíðar Reykjavíkur þann 1.-12. júlí. og breyttu Iðnó í sannkallaða miðstöð grasrótarinnar; alþjóðlegan stórveislu-post-klúbb.”
Hljómsveitin Logo_dog_pdf sem þrjú úr hópi ungmennanna skipa, spiluðu á tónleikum í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó sem og í verkefni post-dreifingar; Post- sessions í Andrými.
Tvö úr hópi ungmennanna gerðu stuttmyndina Spagettí í samstarfi við fleiri ungmenni, sem hluta af framtakinu Skapandi sumarstörf í Kópavogi.
Ein úr hópnum dansaði sig inní fjölmörg verkefni eldri starfandi listamanna auk þess að bjóða upp á eigin dans- og gjörningaverk í viðburðarýminu Flæði á Vesturgötu.
Fyrsta lag hljómsveitarinnar Inspector spacetime, sem þrjú úr hópi ungmennanna skipa, kom út á Spotify í júní og var útgáfunni fylgt eftir með tónleikum víða um borgina yfir sumarmánuðina; í sundlaug, á Klambratúni, í Klúbbi Listahátíðar í Iðnó, á hátíð á vegum Hins hússins auk þess sem þau voru bókuð til að spila á tónlistarhátíðinni Innipúkanum sem ekki varð af vegna samkomutakmarkanna. Annað lag hljómsveitarinnar kom út í júlí á Spotify og fór lagið beint í 1. sæti vinsældalista Rásar 2. Landsmenn gátu svo séð lifandi flutning sveitarinnar á laginu Teppavirki í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Þann 8. janúar sl. kom svo út fyrsta plata sveitarinnar á Spotify sem fylgt var eftir með myndbandi við eitt laganna á plötunni; Dansa & Bánsa.
Auk þessara opinberu verka sinntu ungmennin í breiðu samstarfi við fleiri ungmenni listsköpun á vinnustofunni í Alliance; tónlist, málaralist, ljósmyndun, hljóðfærasmíði úr endurnýttum efnum að ógleymdri samveru- og tengslalistinni.
vettvangurinn
Alliance húsið
Atvinnusaga
Hagsaga
Menningarsaga
Útgerð
Verðmætasköpun
Kynslóðir
Félagslegt rými
Tengslamyndun Samfélagsvettvangur
Jamhouse
Samveran í Alliance-húsinu á meðan rannsókninni hefur staðið, hefur verið einstaklega gefandi og dýrmæt. Hópnum fylgir sérlega kraftmikil orka bjartsýni og verkgleði. Það er gjöf að þiggja traust ungmennanna í samverunni í húsinu og fá dýpri innsýn inní þeirra hversdag, samtöl, líf og list. Það eru ófá samtölin sem áttu sér stað á tímabilinu um hin ýmsu málefni. Hagfræðina bar nokkuð oft á góma þar sem hugmyndin um verulaun skapar umræðu og spurningar um fjármál og hag einstaklinga. Umræður um listina áttu sitt pláss og orka, eitt helsta hugðarefni verkefnisstjóra, var tíðrædd.
Staðið hefur til hjá hópnum og verkefnisstjóra að halda einskonar þakkargjörðarhátíð húsinu til heiðurs og bjóða öðrum listamönnum hússins í fögnuð inní þeirri orku sem býr í húsinu. Það hefur þó ekki orðið enn sökum samkomutakmarkanna. Auk þess hefur Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur í fjármálaráði Íslands boðist til að mæta á einskonar nútíma Samdrykkju í anda Sókratesar og eiga samtal við ungmennin um fjármál og hagfræði. Sá viðburður hefur einnig tafist sökum samkomutakmarkanna.
Ósk verkefnisstjóra er að rými sem standa ónotuð í borginni megi ganga í endurnýjun lífdaga handan hins hefðbundna hagkerfis. Á atvinnuleysistímum skortir hvorki fólk né fyrirframgefinn auð þess, sem nú má virkja sem aflvaka nýrra leiða í atvinnu- og verðmætasköpun.
Þegar atvinnuframboð samfélagsins er eins einsleitt og takmarkað og raun ber vitni, er mögulegt að smíða vettvang og vinnustofur hinnar skilyrðislausu sköpunar, hvort sem er í tæknigreinum, vísinda-, verk- eða listgreinum svo að samfélagið allt megi njóta til framtíðar. Það gæti verið gæfusamari leið fyrir samfélagið en hinar hefðbundnu skorts- og bótaleiðir með þeim kostnaði fyrir geðheilbrigði þjóðarinnar sem þeim fylgja.
Starfsemi hefur blómstrað í Alliance-húsinu á meðan óvissa hefur ríkt um viðgerð þess og eigendur. Mætti leiða að því líkum að verðmætasköpunin sem þar hefur farið fram í formi listsköpunar fari langt fram úr útreikningum hins hefðbundna hagkerfis.
Verkefnisstjóri upplifir orkuna í húsinu sem nýja gerð af útgerð ef svo má að orði komast. Upphaflega var fiskur helsta auðlind útgerðarfélagsins Alliance hf. Í verkefninu er athygli beint að auðlindinni mannveru sem sköpunarkraft í útgerð menningar og mennsku.
Þátttakendur í verkefninu:
Egill Gauti Sigurjónsson, Elías Geir Óskarsson, Gabríel Backman Waltersson, Marta Ákadóttir, Steinunn Jónsdóttir, Tómas van Oosterhout og Vaka Agnarsdóttir
auk allra þeirra sem auðgað hafa orku byggingarinnar með veru sinni á staðnum.
Umsækjandi, vitni og skýrsluhöfundur: Kristín Gunnarsdóttir
























